Sunday, May 18, 2003

Djöfulsins helvítis andskotans viðbjóður og ógeð.

Við þurfum nýja farþega um borð í flugvélina með flugstjórunum tveimur.

Monday, May 05, 2003

Jæja félagar....

Kobe er staddur hér útí Myrtle Turtle í USA. Stemningin er ólýsanleg. Nú styttist í að Lakers spili fyrsta leikinn gegn hinum nýkrýnda MVP Tim Duncan og félögum. Ætti að vera auðvelt fyrir Kobe og Shaq. Allavega eru allir sérfræðingar hér vestanhafs sammála um það að Lakers taki þetta í 6-7 leikjum. Ég held við vinnum í 5 leikjum. Hvað haldið þið?

CEO

Thursday, May 01, 2003

Mikil ánægja hér..

Eins og við vitum þá tóku Lakers Timburúlfana nokkuð létt núna á þriðjudaginn. Það var kominn tími til að liðið sýndi hvað í sér bjó.

Fisher. Loksins gerði hann góða hluti bæði í sókn og vörn. Setti 24 stig, 5-7 í þribbum. Í vörninni hélt hann Hudson í 14 stigum og stal 4 boltum. Gott hjá Fisher. Vonandi heldur hann þessu áfram.

Horry. Hann skilaði loksins einhverjum stigum kallinn og setti 2 þribba. Spilaði í 35 mínútur sem er ánægjulegt því það þýðir að Madsen spilar lítið. Auk þess gerði Garnett engar gloríur gegn honum.

George. Hann kom inn fyrir Fox sem er meiddur. Spilaði bara nokkuð vel af tölfræðinni að dæma. 12 stig, 8 fráköst, og 6 stoddarar. Ánægður með kallinn. Samt alltof misjafn leikmaður.

Tröll. Shaq var með algjöran meðalleik þetta skiptið. 27 stig, 11 fráköst, og bara sem hann hafði í meðaltöl á leiktíðinni. Shaq er samt enginn meðalmaður !!!

Kobe. Hann átti alveg frábæran leik. Skoraði mikið og hitti vel. Auk þess hélt hann Peeler í 2 stigum. Gott hjá Kobe. Halda þessu áfram. Maður leiksins segi ég.

Næsti leikur er í kvöld í Staples Center. Ég hef trú á að við klárum þetta þá.

Annars er ég að fara til USA á morgun og mun skrifa pistla þaðan næstu 10 dagana. Hafið það gott.

CEO

Monday, April 28, 2003

Sæll hæll.

Sá Lakers í gær í beinni á Sýn eins og við flestir. Nema sumir hafi horft á ABC. Crucial leikur vissulega og spennan yfirþyrmandi. En hvernig væri þá að fokking mæta til leiks tilbúnir. Leikur okkar manna var til skammar. Að við skulum vera kallaðir meistara!!!

Hvar á ég að byrja? Jú, Power forwardarnir voru verstir af öllum. Horry gerði eiginlega ekki neitt... var bara þarna. Madsen hljóp og hljóp og veifaði handklæði þess á milli, hins vegar voru körfuknattslegir hæfileikar ekki til staðar. Hann getur ekki einu sinni tekið leijöpp maðurinn. En hann er góður að fá villur. Samaki Walker kom inná og reyndist vera sofandi. Þann mann á að taka, skera undan honum og fleygja svo á haugana. Þrír ömurlegir leikmenn. Arrg, þá sýður.

Small Forwards ! Fox byrjaði þarna en meiddist strax. Veit ekki hversu alvarlegt það er, en vonandi verður hann kominn aftur í næsta leik því ekki vil ég sjá hinn slæma George þarna. Overpaid aumingi. En hann má eiga að hann hitti einn mikilvægan þribba í gær og sleppur því við haugana.

Tröll. Tröllið stóð sig vel. Hefur oft hitt betur en var sem tröll í fráköstunum og var okkar besti maður. Ekki í fyrsta skipti.

Point guards. Fisher verður að fara að gera eitthvað í sínum málum. Hann er reyndar búinn að vera góður í þessari úrslitakeppni og hitta vel. En það er ekki nóg. Maðurinn verður að spila einhverja vörn. Þessi Hudson lék sér að honum. Og ekki í fyrsta skipti. Brian Shaw kom rosalega sterkur inn eins og hann gerir eiginlega alltaf. Hann er reyndar orðinn soldið hægur, en hann veit um hvað leikurinn snýst. Setti niður mikilvægar körfur og stoppaði Hudson í fjórða leikhluta.

Kobe. Kobe hefur oft verið betri. Hitt sérstaklega illa. 7-25 held ég. En hann bætti það upp með frábærri vítanýtingu og klikkaði ekki undir pressu í lokin. Ég vill sjá Kobe keyra meira inn að körfunni. Hann nær alltaf í villu eða það losnar um aðra menn. Þá gerist eitthvað! Eða það ætti að gerast eitthvað ef þessir galopnu menn myndu hitta opnum skotum. Kannski Kobe sjái þetta fyrir fram og tekur frekar sjálfur vont skot og vonar það besta.

Pælingar pælingar.

Ætla einhverjir fleira að skrifa um leikinn?

Thursday, April 17, 2003

Mér hefur tekist að koma síðunni aftur í gagnið.

Hún er reyndar ansi ljós eins og er, en það stendur allt til bóta, og verður hún kominn í Lakers-litina innan skamms tíma.

CEO

Wednesday, April 09, 2003

Andskoti var þetta hressandi sigur í nótt. Kom kannski ekki á óvart þar sem Dallas hafa ekki unnið okkur á útivelli í 13 ár. Gaman gaman. Það sem var meira hressandi er að hvorki Kobe né Shaq voru á meðal 4 stigahæstu mannanna okkar. Ykkur til fróðleiks þá hafði það ekki gerst í síðustu 125 leikjum. Þetta sýnir okkur að það er ekki hægt að double teama þá báða. Þá stíga bara minni smámenn upp. Góður sigur. Fáum kannski Dallas í fyrstu umferðinni í Playoffs. Það yrði gaman. Við höfum tak á þeim.

Ég sendi Valtýri B. #32 mail í gær til að fá staðfest að Lakers yrðu í beinni á sunnudag gegn Portland. Svarið sem ég fékk var neikvætt. Andskotinn. Aftur eru Sýn að klikka.

Gott í bili. Go Lakers. Kings næstu fórnarlömd.

Andskoti var þetta hressandi sigur í nótt. Kom kannski ekki á óvart þar sem Dallas hafa ekki unnið okkur á útivelli í 13 ár. Gaman gaman. Það sem var meira hressandi er að hvorki Kobe né Shaq voru á meðal 4 stigahæstu mannanna okkar. Ykkur til fróðleiks þá hafði það ekki gerst í síðustu 125 leikjum. Þetta sýnir okkur að það er ekki hægt að double teama þá báða. Þá stíga bara minni smámenn upp. Góður sigur. Fáum kannski Dallas í fyrstu umferðinni í Playoffs. Það yrði gaman. Við höfum tak á þeim.

Ég sendi Valtýri B. #32 mail í gær til að fá staðfest að Lakers yrðu í beinni á sunnudag gegn Portland. Svarið sem ég fékk var neikvætt. Andskotinn. Aftur eru Sýn að klikka.

Gott í bili. Go Lakers. Kings næstu fórnarlömd.

Tuesday, April 08, 2003

Kobe tók Fínix á lokasprettinum um daginn.... líkt og gegn Grizzlís nokkrum dögum áður. Kóngurinn já. Fyrst jafnaði hann leikinn og sendi hann í framlengingu. Svo tók hann sig til og skoraði sigurkörfuna í lengingunni. Hann er maðurinn. Þarf ekki að ræða það nánar. Shaq er líka ágætur.

Menn eru enn að spekúlera um úrslitakeppnina og hvort það skipti einhverju máli hverjum við mætum. Phil Jackson og Robert Horry ásamt fleirum hafa bent á að það skipti í rauninni engu máli. Markmiðið er ekki að komast bara í gegnum fyrstu umferðina heldur alla leið í úrslit og vinna titilinn. Það þýðir að við verðum að vinna Sacramenta, San Antonio og/eða Dallas. Ætti ekki að vera og flókið. Skiptir heimavöllur máli? Það má benda á að Lakers eru 15-2 á útivelli í úrslitakeppninni síðustu 2 ár. Segir allt sem segja þarf.

Að lokum skal bent á að Lakers eru í beinni á Sýn á sunnudaginn gegn Portland. Leikurinn hefst kl. 23:00. Soldið seint en ekki of seint. Fer að koma tími á að fá sér Sýn.

CEO