Monday, April 28, 2003

Sæll hæll.

Sá Lakers í gær í beinni á Sýn eins og við flestir. Nema sumir hafi horft á ABC. Crucial leikur vissulega og spennan yfirþyrmandi. En hvernig væri þá að fokking mæta til leiks tilbúnir. Leikur okkar manna var til skammar. Að við skulum vera kallaðir meistara!!!

Hvar á ég að byrja? Jú, Power forwardarnir voru verstir af öllum. Horry gerði eiginlega ekki neitt... var bara þarna. Madsen hljóp og hljóp og veifaði handklæði þess á milli, hins vegar voru körfuknattslegir hæfileikar ekki til staðar. Hann getur ekki einu sinni tekið leijöpp maðurinn. En hann er góður að fá villur. Samaki Walker kom inná og reyndist vera sofandi. Þann mann á að taka, skera undan honum og fleygja svo á haugana. Þrír ömurlegir leikmenn. Arrg, þá sýður.

Small Forwards ! Fox byrjaði þarna en meiddist strax. Veit ekki hversu alvarlegt það er, en vonandi verður hann kominn aftur í næsta leik því ekki vil ég sjá hinn slæma George þarna. Overpaid aumingi. En hann má eiga að hann hitti einn mikilvægan þribba í gær og sleppur því við haugana.

Tröll. Tröllið stóð sig vel. Hefur oft hitt betur en var sem tröll í fráköstunum og var okkar besti maður. Ekki í fyrsta skipti.

Point guards. Fisher verður að fara að gera eitthvað í sínum málum. Hann er reyndar búinn að vera góður í þessari úrslitakeppni og hitta vel. En það er ekki nóg. Maðurinn verður að spila einhverja vörn. Þessi Hudson lék sér að honum. Og ekki í fyrsta skipti. Brian Shaw kom rosalega sterkur inn eins og hann gerir eiginlega alltaf. Hann er reyndar orðinn soldið hægur, en hann veit um hvað leikurinn snýst. Setti niður mikilvægar körfur og stoppaði Hudson í fjórða leikhluta.

Kobe. Kobe hefur oft verið betri. Hitt sérstaklega illa. 7-25 held ég. En hann bætti það upp með frábærri vítanýtingu og klikkaði ekki undir pressu í lokin. Ég vill sjá Kobe keyra meira inn að körfunni. Hann nær alltaf í villu eða það losnar um aðra menn. Þá gerist eitthvað! Eða það ætti að gerast eitthvað ef þessir galopnu menn myndu hitta opnum skotum. Kannski Kobe sjái þetta fyrir fram og tekur frekar sjálfur vont skot og vonar það besta.

Pælingar pælingar.

Ætla einhverjir fleira að skrifa um leikinn?

Thursday, April 17, 2003

Mér hefur tekist að koma síðunni aftur í gagnið.

Hún er reyndar ansi ljós eins og er, en það stendur allt til bóta, og verður hún kominn í Lakers-litina innan skamms tíma.

CEO

Wednesday, April 09, 2003

Andskoti var þetta hressandi sigur í nótt. Kom kannski ekki á óvart þar sem Dallas hafa ekki unnið okkur á útivelli í 13 ár. Gaman gaman. Það sem var meira hressandi er að hvorki Kobe né Shaq voru á meðal 4 stigahæstu mannanna okkar. Ykkur til fróðleiks þá hafði það ekki gerst í síðustu 125 leikjum. Þetta sýnir okkur að það er ekki hægt að double teama þá báða. Þá stíga bara minni smámenn upp. Góður sigur. Fáum kannski Dallas í fyrstu umferðinni í Playoffs. Það yrði gaman. Við höfum tak á þeim.

Ég sendi Valtýri B. #32 mail í gær til að fá staðfest að Lakers yrðu í beinni á sunnudag gegn Portland. Svarið sem ég fékk var neikvætt. Andskotinn. Aftur eru Sýn að klikka.

Gott í bili. Go Lakers. Kings næstu fórnarlömd.

Andskoti var þetta hressandi sigur í nótt. Kom kannski ekki á óvart þar sem Dallas hafa ekki unnið okkur á útivelli í 13 ár. Gaman gaman. Það sem var meira hressandi er að hvorki Kobe né Shaq voru á meðal 4 stigahæstu mannanna okkar. Ykkur til fróðleiks þá hafði það ekki gerst í síðustu 125 leikjum. Þetta sýnir okkur að það er ekki hægt að double teama þá báða. Þá stíga bara minni smámenn upp. Góður sigur. Fáum kannski Dallas í fyrstu umferðinni í Playoffs. Það yrði gaman. Við höfum tak á þeim.

Ég sendi Valtýri B. #32 mail í gær til að fá staðfest að Lakers yrðu í beinni á sunnudag gegn Portland. Svarið sem ég fékk var neikvætt. Andskotinn. Aftur eru Sýn að klikka.

Gott í bili. Go Lakers. Kings næstu fórnarlömd.

Tuesday, April 08, 2003

Kobe tók Fínix á lokasprettinum um daginn.... líkt og gegn Grizzlís nokkrum dögum áður. Kóngurinn já. Fyrst jafnaði hann leikinn og sendi hann í framlengingu. Svo tók hann sig til og skoraði sigurkörfuna í lengingunni. Hann er maðurinn. Þarf ekki að ræða það nánar. Shaq er líka ágætur.

Menn eru enn að spekúlera um úrslitakeppnina og hvort það skipti einhverju máli hverjum við mætum. Phil Jackson og Robert Horry ásamt fleirum hafa bent á að það skipti í rauninni engu máli. Markmiðið er ekki að komast bara í gegnum fyrstu umferðina heldur alla leið í úrslit og vinna titilinn. Það þýðir að við verðum að vinna Sacramenta, San Antonio og/eða Dallas. Ætti ekki að vera og flókið. Skiptir heimavöllur máli? Það má benda á að Lakers eru 15-2 á útivelli í úrslitakeppninni síðustu 2 ár. Segir allt sem segja þarf.

Að lokum skal bent á að Lakers eru í beinni á Sýn á sunnudaginn gegn Portland. Leikurinn hefst kl. 23:00. Soldið seint en ekki of seint. Fer að koma tími á að fá sér Sýn.

CEO

Saturday, April 05, 2003

Tveir sigrar á tveimur dögum

Svona á þetta að vera. Fyrst tókum við aumingjana í Dallas í gegn á útivelli. Frekar léttur sigur þar. Shaq var heitur og Kobe gerði sitt þegar hann þurfti að gera það .... eins og svo oft áður. Fjórði leikhlutinn er hans.

Svo í nótt var virkilega hressandi leikur gegn Memphis. Ég átti von á að lesa um stórsigur okkar manna. En svo var ekki. Aðeins eins stigs sigur. En það er víst nóg. En það er gaman að segja frá því að þegar fjórði leikhluti hófst vorum við 23 stigum undir, og byrjuðum leikhlutann með Jannero Pargo og Kareem Rush í bakvörðunum. Á þannig momenti hefði ég líklegast slökkt á sjónvarpinu. En hinn sjálfskipaði Zen-meistari var þarna að fara að ráðum aðstoðarmanns síns sem vildi fá ‘some younger legs in’. Það virkaði. Þeir gerðu sitt og svo komu Kóngurinn og Tröllið.

Vorum einu stigi undir með rúmar 3 sekúndur á klukkunni. Tími fyrir Kobe. Smá feik og svo bara smellt honum í andlitið á Battier. Þvílíkur hressleiki. Minnir um margt á leik einn sem ég sá í Charlotte. Oh, allar þessar minningar.

Allavega, þá erum við núna aftur komnir í sjötta sætið, upp fyrir Utah. Það þýðir að núna myndum við mæta Kings kellingunum í fyrstu umferð. Það gæti orðið hressandi. Myndi verða skemmtilegt að sjá Chris ‘Stallone’ Webber og hin órökuðu mongólítana fara að grenja.

Hef þetta ekki lengra í bili.

CEO

Thursday, April 03, 2003

Af Lakers og Lakers klúbbnum

Gengi Lakers hefur verið með ágætum uppá síðkastið. Ber því að fagna. Shaq var kjörinn leikmaður mánaðarins og ber því einnig að fagna. Því ber hins vegar að mótmæla að Kobe nokkur var ekki leikmaður febrúar. Ég er enn ekki búinn að komast að því hvernig það gerðist. Það gerðist bara.

Enn og aftur virðist vera kominn einhver spenningur á milli Kobe og Zen-meistarans, þó hvorugur þeirra vilji kannast við það. Málið er það að Kobe setti 55 stig á Jordan og félaga um daginn... bara til að sýna hver er Kóngurinn. 42 í fyrri hálfleik. Lakers met þar. Hins vegar í næsta leik spiluðum við hið svefnlausa lið (vegna lélegrar framisstöðu) Seattle. Það skít-töpuðum við og Kobe gerði víst ekki neitt og gat ekkert. Ástæðan? Jú, Phil Olszen meistari vildi meina (skv. blöðum vestra) að það hafi ekki verið gott fyrir liðið að Kobe skoraði svona mörg stig!!! Þvílíkt bull hvort sem þetta sé satt eða ekki. Sigur er sigur og skítt með það þó Kobe fari stundum aðeins út fyrir ‘kerfið’ bara því hann getur það. Stundum hentar bara betur að kúka á kerfið og ná í sigur með stórkostlegri framisstöðu. Kobe bar liðið á herðum sér í febrúar og við unnum flesta okkar leiki. Kannski Phil-arinn hafi ekki séð það því honum var svo illt í nýrunum. Já, ég segi ... Phil, farðu að horfa á leikina og þegiðu.

Grimmur núna. En yfir í skemmtilegri hluti. Ég hef óskað þess hér á síðunni að meðlimir sendi inn skemmtilegar greinar. Kannski eitthvað skúbb. Hugsanlega úttekt á Mark Madsen, styrkleika og veikleika. Er Shaq of feitur? Skiptir heimavallarréttur einhverju máli í Playoffs? Bara hugmyndir. Látið ljós ykkar skína og gerum þessa síðu virkari og skemmtilegri.

CEO