Thursday, February 27, 2003

Ég neyddist til að svara þessu:

Sæll Snorri.

Ég þakka fyrir greinargóð og skjót svör. Hins vegar er ég engu nærri eftir að hafa lesið svar þitt.

"Eftir að hafa grandskoðað málið frá öllum hliðum hef ég komist að þeirri vísindalega niðurstöðu að 9.mars beri upp á föstudag." Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Reyndar leiðréttirðu eiginlega sjálfan þig seinna í bréfinu. Þar segirðu nefnilega að Lakers - Philly sé Sun. 9. mars. Ég myndi athuga hvort þú sért ekki með 2003 útgáfuna af dagatali.

Á www.syn.is stendur skýrum stöfum að einhver allt annar leikur eigi að vera á dagskrá þann 9. mars (sem er sunnudagur). Þetta er þarna vinstra megin á upphafssíðunni. Vonandi kemst einhver niðurstaða í þetta.

Ég veit sem sagt enn ekkert hvaða leikir eru á dagskrá og hvenær þá. Mér sýnist þú hafa emailað upphaflegu dagskránna (sem by the way er frábær ... 3 Lakers leikir á rúmum mánuði), og vissulega vona ég að hún sé sú rétta.

Jæja, þetta er að verða alger flækja hér. Hef þetta ekki lengra. Ertu ekki annars New York maður? Geturðu skilað til Valtýs Björns að kíkja inná www.lakersfanclub.blogspot.com og skrá sig.

Takk takk
.

Snorri Sturluson, skeleggur íþróttafréttamaður Stöðvar 2 svaraði rafpósti þeim er ég sendi í gær. Svona hljómar hans svar:

Sæll.

Ég er ekki alveg að átta mig á því hver það er sem hefur leitt þig í þá villu að til stæði að sýna NBA-leik á Sýn þann 9.mars. Ef þessar misvísandi upplýsingar eru frá Sýn, eða einhverjum tengdum Sýn, komnar biðst ég afsökunar á því.
Eftir að hafa grandskoðað málið frá öllum hliðum hef ég komist að þeirri vísindalega niðurstöðu að 9.mars beri upp á föstudag. Það hefur aldrei staðið til að sýna NBA-leiki á föstudögum. Fram að úrslitakeppninni er NBA-deildin aðeins á dagskrá á sunnudögum.

Eftir talsverðar vangaveltur var ákveðið að hefja sýningar frá NBA síðar í ár en undanfarin ár. Áhorfskannanir gáfu til kynna tiltölulega lítinn áhuga á NBA framan af vetri, auk þess sem föstudagsleikirnir virtust fara fyrir ofan garð og neðan, enda var tímasetning þeirra okkur óhagstæð. Þess vegna var ákveðið að hefja sýningar síðar, taka sunnudagsleiki og sleppa föstudagsleikjunum og það sem kannski mestu máli skipti...með þessu móti tókst okkur að fjölga talsvert sýningum frá leikjum úrslitakeppninnar. Við höfum mörg undanfarin ár reynt að fjölga leikjunum í úrslitakeppninni án þess að stefna framtíðarhorfum fyrirtækisins í voða, en þessar tilraunir báru nákvæmlega engan árangur.

Dagskráin fram að úrslitakeppninni lítur s.s. svona út...þetta eru fastir leikir, svokallað Europe Pool Feed, og við fáum engu um það ráðið hvaða leikir verða sýndir:

Sun. 2.mars kl. 18.00 New Jersey Nets - Utah Jazz

Sun. 9.mars kl. 18.00 New York Knicks - Washington Wizards
Sun. 9.mars kl. 20.30 LA Lakers - Philadelphia 76ers

Sun. 16.mars kl. 20.30 Sacramento Kings - Dallas Mavericks

Sun. 23.mars kl. 18.00 San Antonio Spurs - LA Lakers
Sun. 23.mars kl. 20.30 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers

Sun. 30.mars kl. 18.30 Minnesota T-Wolves - Dallas Mavericks

Sun. 6.apríl kl. 17.00 Boston Celtics - Washington Wizards

Sun. 13.apríl kl. 23.00 LA Lakers - Portland Trailblazers


Að lokum...til hamingju með stofnun aðdáendaklúbbs Lakers, þetta var löngu tímabært.

Wednesday, February 26, 2003

Ég var að skoða heimasíðu Sýn áðan. Þar sá ég mér til mikillar skelfingar að það er búið að taka Lakers leikina sem áttu að vera þann 9. mars og 23. mars af dagskrá. Sem CEO aðdáendaklúbbsins fann ég mig knúinn til að tala fyrir félaga vora alla og sendi þeim eftirfarandi rafpóst:

Halló.
Hvað á það að þýða að það sé búið að taka Lakers leikina af dagskrá ? Þetta er til háborinnar skammar fyrir annars ágæta stöð. Ég vill fá Valtý Björn aftur ... hann er sannur Lakers maður. Nýstofnaður Aðdáendaklúbbur Lakers ætlaði að hittast yfir áður auglýstum leik þann 9. mars næstkomandi... en þið eruð búnir að eyðileggja það.


Ég vildi ekki vera of harðorður í þetta skiptið ef þeir skildu breyta þessu aftur. En EF ekkert breytist þá verður allt vitlaust.

Nefndin.

Mig langar að biðjast afsökunar. Í gær gaf ég í skyn að hollusta Daða og Viðars til Lakers væri ekki alveg á hreinu. Þeir svöruðu þessum getgátum í dag.

Svona svaraði Daði:
Hagnaður!
Ég verð að segja að ég er afar ósáttur við að heilindi mín sem Lakersmanns
séu dregin í efa. Hvað þarf ég að gera til þess að sanna hollustu mína
fyrir nendinni? Hver er mælikvarðinn á hollustu? Er það nóg að hafa
haldið með Lakers frá því á 9. áratugnum þegar meistari Magic lék sínar
alkunnu listir? Þú talar um að menn hittist og klæðist jafnvel
Lakers-búningum. Ég á fallegan Lakers-búning með nafni Shaq á bakinu.
Auk þess á ég Lakers-derhúfu og ef það er ekki nóg fyrir nefndina þá get
ég komið með Lakers-handklæðið mitt líka. Ég hef að vísu ekki farið á
leik með Lakers en gerir það mig að e-u fífli? Ég er allavega ekkert
fífl!!!
Virðingarfyllst,
Daði Guðmundsson, President of the buffet and beverages department???


Svona svaraði Viðar:
Hollusta þessara manna við Lakers ekki á hreinu????? Nú skal ég koma með dæmisögu sem sýnir óumdeilanlega hollustu mína gagnvart Lakers.
Þegar ég var í 9.bekk í Fellaskóla, fór ég í hvert skipti eftir skóla upp í sjoppu og keypti mér körfuboltamyndir fyrir 250 kr. pakkann og ég vonaðist miklu frekar til að fá mynd með Sídel Trít, Elden kampel eða Jeimes Vörþí, heldur en að fá mynd með Jordan í þrívídd, nýliðamyndina með Shaq eða limited edition mynd með Barkley. Þetta finnst mér sína mikla hollustu við lið sem tapaði fleiri leikjum en það vann. Ég man enn eftir svekkelsinu þegar Lakers tapaði á móti Pheonix 3-2 eftir að hafa leitt 2-0 í einvíginu. Ég legg því til að nefndin endurskoði efa sinn um hollustu mína.

Virðingafyllst, Viðar Guðjónsson #22

Tuesday, February 25, 2003

Tveir nýir menn hafa sótt um inngöngu. Líklega fá þeir eftirtaldar stöður.

Viðar "Keðja" Guðjónsson - Junior Vice president of color management and tradition.
Dað Guðmundsson - President of the buffet and beverages department.

Þetta eru báðir góðir menn og Framarar. Hins vegar er hollusta þeirra til Lakers ekki alveg á hreinu. Óska ég hér með eftir að þeir sendi sannanir þess efnis til okkar hér í nefndinni.

Nefndin

Monday, February 24, 2003

Nýjustu fréttir ....

Rétt í þessu var verið að tilnefna Sigurð Óla Sigurðarson sem Chief Financial Officer of US Operations. Hann er vel að þessu kominn drengurinn sá. Hann stundar nám í Finance í Suður Karólínu með misjöfnum árangri og ætti því að vera vel til þess fallinn að stjórna fjármálum þessa fjölmenna klúbbs. Bjóðum 'Langan' velkominn.

Nefndin

Thursday, February 20, 2003

Það er þegar byrjað að útdeila stöðum í þessum nýstofnaða klúbbi. Undirtektirnar hafa verið hreint gífurlegar og hver fer að verða síðastur að ná sér í stöðu. Hér er það helsta.

Haukur Snær Hauksson - Chief Executive Officer

Daníel Traustason - President of color management and tradition

Baldur Knútsson - President of US Division of Lakers Fan Club Inc.

Ómar Örn Jónsson - Chief Travelling Operating Officer and Event Manager

Ég óska þess að áhugamenn sendi mér línu á lakersfanclub@hotmail.com með ábendingar og óskir um stöður.

Góðar stundir. Kobe með 40 í nótt... eitthvað farinn að slappast kallinn.

Wednesday, February 19, 2003

Kæru félagar.
Einhvern tímann hef ég sagt að L.A. Lakers sé göfugast allra íþróttaliða og stend ég við þau orð. Saga félagsins og gott gengi á undanförnum árum eru góður vitnisburður um það. Lakers hafa marga fylgismenn hér á landi sem deila ástríðu sinni á þessum stórkostlegu íþróttamönnum. Nú finnst mér vera kominn tími til að við hættum bara að lesa á netinu um hvað okkar menn eru að gera í deildinni; og tími til kominn að stofna félag, já eða samtök; köllum þetta félagasamtök.

Nú er sjónvarpsstöðin Sýn að fara að vera með beinar útsendingar frá NBA deildinni. Það eru góðar fréttir fyrir okkur áhugamennina. Núna í mars eru tvær beinar útsendinar með okkar mönnum; annars vegar þann níunda og hins vegar þann 23. Mótherjarnir eru algert aukaatriði. Ég legg til að þann níunda verði komið saman á einhverjum bar hér í bænum, já eða í Kópavogi, segjum Players. Mætum í búningunum, með húfurnar, eða bara hvað sem er.

Endilega sendið mér línu á lakersfanclub@hotmail.com

Haukur 'Hagnaður' Hauksson