Sunday, March 23, 2003

Veikindi og leikur.

Já, formaður klúbbsins er búinn að vera veikur uppá síðkastið og því ekki verið í formi til að skrifa lærðar greinar hér inná síðuna. En ég vill hvetja alla meðlimi og ómeðlimi til að senda mér bara email með grein og þegar nefndin hefur metið greinina þá verður hún kannski sett inná síðuna.

Annars er leikur í kvöld í beinni á Sýn og væntanlega Pleyers líka. Það er alls óvíst hvort Formaðurinn hafi tök á að mæta, því miður. Ég er væntanlega að fara út að éta einhvern andskotann í kvöld.

Kings unnu okkur um daginn. Það er alltaf viðbjóður, en verður bara enn sætara að rassskella þá í úrslitakeppninni. Svo var þetta líka dómaraskandall.

Hvað um það. Spurs í kvöld. Ætti að vera létt. Við höfum ákveðið tak á þeim. Mér býst við jöfnum og skemmtilegum leik en Kóngurinn og Risinn munu stíga upp í lokin og klára þetta fyrir okkur. Einnig á ég von á skemmtilegum innleggjum frá Horry.

Hef þetta ekki lengra.
CEO

Sunday, March 16, 2003

Tveir í röð...

Sigur í nótt hjá Stórveldinu Lakers. Tókum Bucks í gegn, aðallega samt í seinni hálfleik. Vorum 15 stigum undir í hálfleik. Samt var þetta öruggt allan tímann. Það bar helst til tíðinda að aukaleikaranir léku með Shaq og Kobe. Það er sjaldan að það gerist. En mér finnst að nú sé kominn tími til að Horry, Fisher, Fox og George fari að vera með og hætti að vera bara áhorfendur.

Phillarinn hefur sagt að nú sé bara málið að byggja upp smá ‘momentum’ og stefna á að vera í toppformi þegar úrslitakeppnin byrjar. Ég held að þetta sé snjallt hjá hinum snjalla Jackson. Það er eiginlega hætt að skipta máli í hvaða sæti við lendum í Villta Vestrinu. Við þurfum hvort sem er að vinna öll þessi lið, hvað sem þau heita: Dallas, WNBA liðið Kings, Spurs eða villimennin í Portland. Nú er svo komið að það þarf að vinna 4 leiki í fyrstu umferðinni, ólíkt því sem verið hefur, og ég sé ekkert lið vinna okkur í 7 leikja seríu. Þangað til einhver hefur sýnt fram á að ég hafi rangt fyrir mér, þá hef ég rétt fyrir mér. Höfum það á hreinu.

Haukur Hauksson CEO Lakers Fan Club

Saturday, March 15, 2003

Ég var að lesa athyglisverða inná Club Lakers síðunni. Þar er einhver Kobe aðdáandi að skrifa um stöðuna á Lakers og framtíðina. Nú er svo komið að verið er að tala um að framlengja samninginn við Shaq, og á hann að fá einhverjar gígantískar upphæðir. Greinarhöfundur er ekki ánægður með þetta: Is ANY player worth the trouble of over 20 million a year, a lazy work ethic, complaints about shots and threats to leave?

Gæinn vill að Kobe sé aðalmaðurin: Why, I must inquire, did Phil take the reigns of the team away from Kobe Bryant? Was it production on the court (40.6 ppg 49% FG% 45% 3P%) or The Big Ego? It could not have been record, because in the month that Kobe became the team leader, Los Angeles went on a tear (11-2) and finished February with a record of 9-2. After Kobe was demoted back to #2, we have slipped to 35-28 and over the Shaq as #1 option stretch we are a meager 5-3, making our Shaq (as #1 option) record for this season at 13-10 and our Kobe (as #1 option) record at 16-8.

Hann vill jafnvel að við skiptum Shaq-aranum fyrir einhvern annan: I am not ungrateful for the memories and the magic that Shaq has given LA forever, but as the saying goes "business is business" and it is time to follow the rules of engagement and yield to the Luxury Tax. We could trade Shaq for KG, or for Yao, or for a few role players and some first round picks. What ever we can get is worth it. He is too much of a liability now and he has shown no signs of getting back into good shape. He will only get fatter, slower and lazier.

Já. Það eru ekki allir á eitt sáttir með þessi mál. Kannski eðlilegt, kannski ekki. En hvað sem því líður þá er ég og mun verða Lakers maður þar til ég dey.
Haukur


Wednesday, March 12, 2003

Gott og slæmt...

Góð úrslit hjá Lakers á sunnudaginn. Tókum við þá Iverson og félaga í kennslustund í beinni á Sýn. Afar hressandi að sjá. Shaq tók yfir og Kobe krúsaði þetta bara og var næstum með triple double. Aðrir skiluðu sínu,

Ekki jafn góður leikur í gærkveldi. Töpuðum þá fyrir Chicago. Það er aldrei gaman. Vonandi förum við ekki í svipað rugl og í fyrra þegar við vorum að tapa fyrir öllum lélegustu liðunum eins og Bulls, Memphis, Cleveland, Miami og öðrum skítaklúbbum. Já, Shaq var bara karlmenni og tók þetta tap á sig.

Nú er bara um að gera að bretta upp ermar og taka aumingjana í Detroit í gegn eins og við gerðum fyrir ca. tveimur vikur. Ég hef trú á að Shaq muni dóminera Ben Wallace og alla hina og Kobe mun krúsa í svona 40 stig. Já, það væri gaman. Sjáum til á morgun.

Annars er stemningin góð og nefndin er með það í nefnd að setja inn svona ‘comment’ kerfi inná síðuna. Einnig leggur nefndin til að Valtýr Björn verði “Public Relations Representative”, eða almannatengslafulltrúi.

Lakers kveðja,
Nefndin.

Ps. Valtýr #32... hvar varstu á sunnudaginn?

Saturday, March 08, 2003

Mikilvægur sigur í nótt...

Lakers unnu mikilvægan sigur gegn Timberwolves í nótt. Það vakti sérstaka ánægju að sjá að Mark Madsen er kominn í byrjunarliðið. Samaki Walker hefur verið að spila í þessari stöðu, en hann getur hreinlega ekki neitt og því fínt að hafa Madsen þarna þangað til Horry kemst í sitt rétta form, þ.e. daginn sem úrslitakeppnin byrjar. Madsen setti 10 stig í nótt og hélt Garnett í aðeins 15 stigum. Gott hjá hvíta manninum.

Táin á Shaq virðist vera komin í lag. Hann skoraði season-high í nótt. Shaq skoraði 40 stig og tók 14 fráköst. Gott hjá stóra manninum. Kobe lét ekki sitt eftir liggja og skoraði meðaltalið sitt, 30 stig.

Þessi leikur er gott veganesti fyrir leikinn gegn Sixers á sunnudag. Sixers hafa verið funheitir uppá síðkastið og eru á góðu róli. Samt held ég að glæpamaðurinn Iverson og félagar eigi ekki breik í Tröllið og Kónginn.

Allavega, þá hefst leikurinn á morgun klukkan 20:30. Mæli ég með að menn flykkist á Players í Kópavogi, sem er þéttbýlisstaður skammt frá Reykjavík. Drögum alla Lakers menn á svæðið, mætum gulir og verum hressir. Valtýr #32... við eigum von á þér.

Nefndin

Wednesday, March 05, 2003

Kobe að setja met !!!

Leikur við Indiana í kvöld. Kobe líklega að fara að setja met. Það er afar hressandi.

"Bryant, who has scored at least 30 points in 16 straight games, can become the youngest player in NBA history to record 10,000 points. Bryant, who is 24 years, 193 days old, needs just 14 points to reach the milestone. Former Laker Bob McAdoo holds the current record, at 25 years, 148 days." - Tekið af ESPN.

Eitt er hins vegar ekki hressandi. Hvers vegna í ósköpunum varð Kobe ekki leikmaður febrúar mánaðar? Kevin Garnett fékk það. Skrítið. Gæinn var með yfir 40 stig að meðaltali.

Mig langar að biðja alla félaga að auglýsa klúbbin og ef menn hafa heimasíðu, þá setja inn link. Það væri afar hressandi.

Nefndin

Kæru félagar nær og fjær.

Það eru gleðilegar fréttir fyrir okkur. Ég hringdi í Sýn fyrr í dag til að fá staðfest að Lakers verði á dagskrá á sunnudaginn. Mér til mikillar ánægju staðfesti skeleggur fréttamaður stöðvarinnar, Þorsteinn Gunnarsson, þetta og vildi hann ekki þræta fyrir það að sunnudagurinn er 9. mars. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Að því loknu hafði ég samband við hinn ágæta samkomustað Players. Þeir munu hafa leikinn á dagskrá á sunnudaginn. Hefst leikurinn kl. 20:30. Leggur nefndin til að komið verði saman á þeim ágæta stað upp úr klukkan 20:00. Gaman væri að klæðast búningum á þessu stofnkvöldi.

Valtýr Björn er opinberlega orðinn félagsmaður. Mun hann fá einfaldan titil: Valtýr #32

Nefndin

Tuesday, March 04, 2003

Klúbburinn var að fá þennan póst sendan

Sæll Haukur!
Ég heiti Valtýr Björn Valtýsson og það gleður mitt litla hjarta mjög að
vita loks af adáendaklúbbi LAKERS á Íslandi....Ég hef mikinn hug á að vera
með ykkur. Endilega sendu mér línu.....
Með kærri kveðju,
Valtýr Björn