Sunday, May 18, 2003

Djöfulsins helvítis andskotans viðbjóður og ógeð.

Við þurfum nýja farþega um borð í flugvélina með flugstjórunum tveimur.

Monday, May 05, 2003

Jæja félagar....

Kobe er staddur hér útí Myrtle Turtle í USA. Stemningin er ólýsanleg. Nú styttist í að Lakers spili fyrsta leikinn gegn hinum nýkrýnda MVP Tim Duncan og félögum. Ætti að vera auðvelt fyrir Kobe og Shaq. Allavega eru allir sérfræðingar hér vestanhafs sammála um það að Lakers taki þetta í 6-7 leikjum. Ég held við vinnum í 5 leikjum. Hvað haldið þið?

CEO

Thursday, May 01, 2003

Mikil ánægja hér..

Eins og við vitum þá tóku Lakers Timburúlfana nokkuð létt núna á þriðjudaginn. Það var kominn tími til að liðið sýndi hvað í sér bjó.

Fisher. Loksins gerði hann góða hluti bæði í sókn og vörn. Setti 24 stig, 5-7 í þribbum. Í vörninni hélt hann Hudson í 14 stigum og stal 4 boltum. Gott hjá Fisher. Vonandi heldur hann þessu áfram.

Horry. Hann skilaði loksins einhverjum stigum kallinn og setti 2 þribba. Spilaði í 35 mínútur sem er ánægjulegt því það þýðir að Madsen spilar lítið. Auk þess gerði Garnett engar gloríur gegn honum.

George. Hann kom inn fyrir Fox sem er meiddur. Spilaði bara nokkuð vel af tölfræðinni að dæma. 12 stig, 8 fráköst, og 6 stoddarar. Ánægður með kallinn. Samt alltof misjafn leikmaður.

Tröll. Shaq var með algjöran meðalleik þetta skiptið. 27 stig, 11 fráköst, og bara sem hann hafði í meðaltöl á leiktíðinni. Shaq er samt enginn meðalmaður !!!

Kobe. Hann átti alveg frábæran leik. Skoraði mikið og hitti vel. Auk þess hélt hann Peeler í 2 stigum. Gott hjá Kobe. Halda þessu áfram. Maður leiksins segi ég.

Næsti leikur er í kvöld í Staples Center. Ég hef trú á að við klárum þetta þá.

Annars er ég að fara til USA á morgun og mun skrifa pistla þaðan næstu 10 dagana. Hafið það gott.

CEO